Baráttunni lýkur ekki vegna flótta

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðareiganda hefur mótmælt arðgreiðslum tryggingafélaganna …
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðareiganda hefur mótmælt arðgreiðslum tryggingafélaganna harðlega. SteinarH

Þrátt fyrir að Sjóvá og VÍS hafi lækkað arðgreiðslutillögur sínar er baráttunni er hvergi nærri lokið. „Stöðva verður áform tryggingafélaganna um að tæma bótasjóðina. Þau eru undir smásjá almennings og fjölmiðla og verða það vonandi áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra félags íslenskra bifreiðaeigenda. 

Hann segir að félagið muni ekki láta sitt eftir liggja.

„En ekki síður er mikilvægt að Fjármálaeftirlitið taki sig saman í andlitinu og standi einu sinni með fólkinu í landinu fremur en fjármálafyrirtækjunum,“ segir hann og bætir við að FME sé í bestu aðstöðunni af öllum til að hjálpa tryggingafélögunum „að losna við fjármunina „sem ekki nýtast“ og skila þeim til réttra eigenda.“

Viðurkenna ekki mistökin

„Í sjálfu sér er það einfalt. Bótasjóðina á auðvitað að nota til að bæta tjón og á móti geta tryggingafélögin lækkað iðgjöld.“

Hann bendir á að bæði félögin viðurkenni að ástæðan fyrir lækkuðum arðgreiðslum sé sú magnaða reiði sem blossaði upp í samfélaginu eftir að FÍB vakti athygli á málinu um síðustu helgi. „Tryggingafélögin viðurkenna hins vegar engin mistök. Þau eru bara að reyna að bjarga orðsporinu og bregðast við miklum flótta viðskiptavina og kröfum um betri viðskiptakjör.“

Áfram hafi félögin mestar áhyggjur af því hvernig þau geti greitt bótasjóðina til eigenda sinna.

Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga féllu vægast sagt í grýttan jarðveg.
Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga féllu vægast sagt í grýttan jarðveg. Samsett mynd

Lúxusvandamál að geta ekki notað peninga

Vísað er til þess að í tilkynningu VÍS segi að nauðsynlegt sé að ræða um „langtímastefnu varðandi ráðstöfun fjármuna sem ekki nýtast rekstri skráðra félaga á markaði.“

„Með öðrum orðum, félögin sitja á fjármunum „sem ekki nýtast.“ Það er sérkennilegt lúxusvandamál að geta ekki notað peninga. Ömurlegt er til þess að hugsa að félögin skuli ekki láta sér detta í hug að skila einfaldlega þessum peningum til fólksins sem lagði þá til með ofteknum iðgjöldum,“ segir Runólfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK