Skattkerfið tekið í gegn

Hver og einn ber ábyrgð á sínum skattgreiðslum og skattkerfið …
Hver og einn ber ábyrgð á sínum skattgreiðslum og skattkerfið meðhöndlar framteljendur á samkvæman hátt. mbl.is/Ófeigur

Hætta á að samskatta hjón, taka á upp eitt skattþrep virðisaukaskatts, vaxtabótakerfið skal fellt niður í núverandi mynd og persónuafsláttur byrjar í núlli og hækkar krónu fyrir krónu að 970.000, Þetta er á meðal tillagna sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu hefur skilað af sér.

Skýrslunni hefur verið skilað til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, en hún snýst um það hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Alls eru þetta 27 tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni.

Megináhersla verkefnisstjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilvirkt. Enn fremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samkvæmt tillögunum á að hætta samsköttun, en í dag eru …
Samkvæmt tillögunum á að hætta samsköttun, en í dag eru hjón sjálfkrafa samsköttuð. Verkefnisstjórnin segir að samsköttun dragi úr hvata maka með lægri laun til að fara út á vinnumarkaðinn – en í meirihluta tilfella séu það konur. mbl.is/Ómar

Enn fremur segir, að verkefnisstjórnin, sem hóf störf í febrúar á þessu ári, hafi verið skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Dr. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, fór fyrir verkefnisstjórninni en hún er jafnframt skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni, löggiltum endurskoðanda.

Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvanginum. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra aðila Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð.

Lagt er til að barnabætur verði réttur barnsins og styrki …
Lagt er til að barnabætur verði réttur barnsins og styrki tekjulága. Einfalda þurfi kerfið og beina stuðningi í ríkari mæli til tekjulágra foreldra. Hækka á bætur á hvert barn í 450.000 kr. mbl.is/Ómar

Megintillögur Verkefnisstjórnarinnar um umbætur á skattkerfinu

Einstaklingsframtöl

 • Hver og einn ber ábyrgð á sínum skattgreiðslum og skattkerfið meðhöndlar framteljendur á samkvæman hátt
 • Hagkvæmt og réttlátt
 • Samsköttun verði hætt, í dag eru hjón sjálfkrafa samsköttuð
 • Samsköttun dregur úr hvata maka með lægri laun til að fara út á vinnumarkaðinn – en í meirihluta tilfella eru það konur
 • Afnám samsköttunar er því jafnréttismál

Tvö skattþrep – 25% og 43% 

 • Persónuafsláttur byrjar í 0 og hækkar krónu fyrir krónu að 970 þús. 
 • Fyrir hverja krónu sem þú aflar borgar ríkið aðra krónu upp að 970 þús. Eftir það 1.250 þús sem skerðist um 29% af tekjum

Vaxtabætur

 • Vaxtabótakerfið fellt niður í núverandi mynd og sparnaði beint til lágtekjuhópa með útborganlegum persónuafslætti
 • Stuðningur við fasteignakaup á að gerast utan skattkerfis, t.d. við fyrstu kaup

Barnabætur verði réttur barnsins og styrki tekjulága

 • Einfalda þarf kerfið og beina stuðningi í ríkari mæli til tekjulágra foreldra
 • Hækka bætur á hvert barn í 450.000 kr.
 • Hækka skerðingarprósentuna í 12% – eitt skerðingarhlutfall í stað fjögurra ólíkra í dag
 • Færa skerðingarmörkin frá hjónum (4,8 m.kr.) og einstæðum (2,4 m.kr.) til tekna foreldris sem fylgja barni (2,4 m.kr. deilist á foreldra). 

Virðisaukaskattur

 • Tekið verði upp eitt skattþrep virðisaukaskatts og skattstofn breikkaður til að auka gagnsæi og bæta skil
 • Breikkun skattstofns – Undanþágum verði fækkað, leiðir til skilvirkari innheimtu
 • Með fækkun undanþága og sameiningu þrepa mætti lækka almenna þrepið umtalsvert án skerðingar tekna

Fjármagnstekjuskattur

 • Fjármagnstekjuskattur skal álagður miðað við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar.
 • Skattar á fjármagnstekjur taka ekki tillit til verðbólgu og leggjast því með þungum hætti á sparnað

Aðrar umbótatillögur á almenna skattkerfinu

 • Tryggingagjald taki mið af hagsveiflunni – lagt er til að ákvörðun tryggingagjalds fylgi einfaldri reiknireglu sem taki mið af þaki og gólfi á stöðu tryggingasjóðs
 • Þunn eiginfjármögnun verði takmörkuð. Settar verði reglur sem takmarka umfang frádráttar vaxtagjalda
 • Lagt til að almenn eftirgjöf og umbreyting skulda rekstraraðila valdi ekki skattgreiðslum (danska leiðin)
 • Slhf. var sett inn í lög til að vera sameiginlegur vettvangur fyrir fjárfestingar ólíkra aðila

Umhverfis- og auðlindagjöld

Lagðar eru fram fimm tillögur um bætt umhverfis- og auðlindagjöld:

Ferðaþjónusta 

 • Bílastæðagjöld (til uppbyggingar og aðgangsstýringar, innheimta verði auðvelduð, viðskiptaleg ákvörðun landeiganda) 
 • Gistináttaskattur hækkaður (föst fjárhæð pr. nótt, skattstofninn gistináttaeining felld niður)
 • Stærstur hluti renni til þess sveitarfélags þar sem skatturinn myndast og hluti til Framkvæmdasjóðs ferðamála

Sjávarútvegur 

 • Veiðigjöld (langtímasamningar innleiddir tryggja fyrirsjáanleika og stöðug rekstrarskilyrði)
 • Einkaréttarlegir nýtingarsamningar með föstum gildistíma og að fullu framseljanlegir
 • Gjald felst í að hluta aflamarks, þ.e. þess magns sem veiða má á hverju ári, er haldið eftir og leigt út á markaði
 • Verð endurspeglar afkomu og skammtímaþróun að fullu
 • Gjald ákvarðað á markaðsforsendum og byggir á aflabrögðum og verði á sama fiskveiðiári
 • Umfang gjaldtöku einungis háð þróun í arðsemi útgerðar

Orkuframleiðsla 

 • Orkuskattar
 • Safna saman eignarhaldi auðlinda ríkisins á einn stað
 • Semja um gjald fyrir ráðstafaðar auðlindir
 • Setja reglur um gjald fyrir óráðstafaðar og ónýttar auðlindir
 • Auðlindagjöld endurspegli arðsemi, t.d. að hluti tekna eða framleiðslu renni til eiganda auðlindarinnar
 • Stöðugleiki sé tryggður með langtímasamningum
 • Úthlutun ónýttra auðlinda sé á markaðsforsendum

Umhverfi 

 • Kolefnisgjald – gjaldtaka skapar hvata til að draga úr losun
 • Skattur á losun gróðurhúsalofttegunda er hagkvæmasta leiðin til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar
 • Lagt á mengandi starfsemi, losun eða aðföng eftir því hvað er skilvirkast að mæla (sum starfsemi fellur frekar undir samevrópskan markað með losunarheimildir, líkt og flug)
 • Umfang ræðst af kostnaði umhverfisskaða
 • Tekjur geta runnið til að lækka aðra skatta

Skattskil og eftirlit

 • Fækka innheimtudögum úr 269 í 12
 • Skattframtal teljist sjálfkrafa samþykkt
 • Afgreiðsla leiðréttingabeiðna einfölduð
 • Sveigjanlegri reglur um álagsbeitingu
 • Uppgjör eftirstöðva skatta einfaldað
 • Nútímavæðing laga um virðisaukaskatt
 • Reglur um minni háttar starfsemi einfaldaðar
 • Vottun fyrirtækja – til að gera eftirlit skilvirkara
 • Einföld eftirlitsmál afgreidd með sátt
 • Málsferðartími styttur til að draga úr kostnaði vegna eftirlits
 • Aðgreina betur eftirlit og rannsóknir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK