Styrkir Sinfó um 90 milljónir

Yan Pascal Tortelier, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Arna Kristín Einarsdóttir og Ragnar …
Yan Pascal Tortelier, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Arna Kristín Einarsdóttir og Ragnar Jónasson í Hörpu í dag. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár.

Meginmarkmið samningsins er að styðja við öflugt starf hljómsveitarinnar, efla kynningu á fjölbreyttu verkefnavali og breikka enn frekar í hópi gesta sem sækir viðburði á hennar vegum.

Í fréttatilkynningu frá GAMMA kemur fram að Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, hafi skrifað undir samkomulagið. GAMMA hefur verið styrktaraðili hljómsveitarinnar frá árinu 2011 og aðalbakhjarl starfseminnar frá 2013.

Samningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands er hluti af stefnu GAMMA að styðja verkefni sem efla skapandi hugsun og fjölbreytt menningarstarf. Ásamt því að reka Gallery GAMMA styður fyrirtækið Hið íslenska bókmentafélag, Listahátíð Reykjavíkur og Reykjavík Midsummer Music-tónlistarhátíðina. Þá er GAMMA aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins og hefur unnið að því að efla áhuga ungs fólks á skáklistinni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK