Birgir selur hlut sinn í Hard Rock

Hard Rock Café var opnað í Iðuhúsinu við Lækjargötu í …
Hard Rock Café var opnað í Iðuhúsinu við Lækjargötu í október. mbl.is/RAX

Rétt fyrir áramót var gengið frá sölu Birgis Þórs Bieltvedt á öllum hlut hans í Hard Rock á Íslandi, en fyrirtækið rekur veitingastaðinn Hard Rock Café í Lækjargötu og hefur gert frá því í október. Þá var staðurinn opnaður en þá voru liðin ellefu ár frá því að dyrum hins víðfræga Hard Rock Café-staðar í Kringlunni var lokað fyrir fullt og allt. Kaupendur hlutarins sem Birgir hefur selt eru Högni Sigurðsson og aðilar honum tengdir, en Högni er náinn samstarfsmaður Birgis.

ViðskiptaMogginn leitaði svara hjá Birgi um hvað hefði orðið þess valdandi að hann hverfur nú úr eigendahópi staðarins, örfáum vikum eftir opnun hans. Segir hann að fyrir því sé einföld skýring sem tengist miklum umsvifum Dominos á Norðurlöndunum.

„Dominos í Bretlandi, sem á síðasta ári keypti umtalsverðan hlut í Dominos á Íslandi, fór þess á leit við mig að ég einbeitti mér í meiri mæli að uppbyggingu keðjunnar á Norðurlöndunum og mögulega Eystrasaltsríkjunum sem nú stendur yfir. Ég ákvað að verða við því enda verkefnið stórt og mikill tími sem ég þarf að verja í það. Við opnuðum fyrsta Dominos-staðinn í Svíþjóð í desember með góðum árangri og nú í janúar og febrúar opnum við tvo til viðbótar.“

Birgir segir að trúnaður ríki um kaupverðið en að hann gangi sáttur frá borði.

„Hard Rock í Bandaríkjunum er mjög ánægt með að Högni skuli taka við keflinu og ég fer sáttur frá borði þótt það hefði sannarlega verið gaman að fylgja þessu verkefni eftir áfram. Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og ég hef trú á því að Högni muni halda því áfram.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK