Lággjaldafélögum beint til Akureyrar

Grímur Sæmundsen, formaður SAF.
Grímur Sæmundsen, formaður SAF. mbl.is/Golli

Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar leggur til að lággjaldaflugfélögum sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumartímann verði beint til Akureyrar gegn lægri lendingargjöldum. Að Keflavíkurvöllur verði aðeins fyrir heilsársflug. Sagði Grímur einnig að beina mætti þessum flugfélögum á Egilsstaðaflugvöll.

Þetta kom fram í ávarpi Gríms á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Hann segir nauðsynlegt að komið verði böndum á ofurvöxt í komum ferðamanna til landsins og stuðlað verði að hóflegri vexti og betri dreifingu ferðamanna. Aðgangsstýring sé þar lykilatriði. 

Lausnin felist ekki í hærri sköttum eða álögum á greinina. Grímur benti á að ferðaþjónustan muni skila 90 milljörðum króna í þjóðarbúið á þessu ári og sé það 20 milljarða aukning frá fyrra ári. Ef leitun væri að hærri tekjum bað Grímur stjórnvöl um að „girða sig í brók“ og ná í þá sex milljarða sem taldir eru liggja utan skattkerfisins vegna heimagistingar.

Sagði Grímur að ekki væri línulegt samhengi milli fleiri ferðamanna og bættrar afkomu og benti hann á að framlegð í greininni hefði dregist töluvert saman vegna styrkingar krónunnar. Meginlausnin á vandanum væri betra skipulag með bættri aðgangsstýringu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK