Ríkið vill selja Íslandsbanka

Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhlut í og hefur verið samþykkt af ríkisstjórninni.  

Ríkið á eignarhluti í fjórum fjármálafyrirtækjum sem eru Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Arion banki hf. og Sparisjóður Austurlands hf. Eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka er 100%, 13% í Arion banka, 98,2% í Landsbankanum en í stefnunni er farið yfir áform ríkisins gagnvart hverju og einu félagi.

Þegar það kemur að Landsbankanum er hins vegar stefnt að því að ríkið eigi verulegan hlut í bankanum, 34-40% til langs tíma „til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess,“ eins og segir í stefnunni. Eignarhlutur ríkisins í bankanum verður að öðru leyti seldur á næstu árum þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi og þá er stefnt er að skráningu bankans á hlutabréfamarkað.

Í stefnunni segir að þar sem ríkið er minnihlutaeigandi í Arion banka muni salan líklega eiga sér stað samhliða sölu meirihlutaeigandans eða skráningu bankans á hlutabréfamarkað.

Þá er stefnt að því að selja 49,5% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Austurlands um leið og hægt er, „enda ekki markmið ríkisins að vera eigandi sparisjóðsins til langframa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK