Apple fjárfestir í gagnaveri í Danmörku

AFP

Tæknirisinn Apple ætlar að fjárfesta sex milljörðum danska króna eða því sem nemur 96,5 milljörðum íslenskra króna í nýju gagnaveri í Danmörku. Gagnaverið mun standa í Aabenraa og 50-100 manns starfa þar. Stefnt er að því að framkvæmdir við gagnaverið hefjist seinna á þessu ári og að starfsemin hefjist árið 2019.

Gagnaverið í Aabenraa verður annað gagnaverið í Danmörku sem er keyrt áfram á hreinni orku.

Samkvæmt frétt AFP mun gagnaverið geyma gögn frá iMessages, Siri og iTunes. Að sögn Apple var það greiður aðgangur að endurvinnanlegri orku sem varð til þess að Apple ákvað að fjárfesta í Danmörku. Fyrirtækið setti svipaða upphæð í gagnaver í Viborg í Danmörku árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK