Hóteleignir Reita jukust um 12 milljarða

Reitir eiga Hótel Borg.
Reitir eiga Hótel Borg. mbl.is/Styrmir Kári

Fasteignafélög sem skráð eru á hlutabréfamarkað hafa tekið þátt í uppgangi í ferðamennsku með því að fjárfesta í hótelbyggingum.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segist hafa þá trú að ferðmannaiðnaðurinn muni til lengri tíma litið haldast sterkur og styrkjast frekar en að veikjast.

Bókfært virði hóteleigna hjá Reitum, sem meðal annars á fasteignina sem hýsir Hótel Borg, jókst um tæplega 12 milljarða króna frá 2013 til 2016. Bókfært virði hóteleignanna nam 21 milljarði við árslok 2016. Bókfært virði hótela hjá Eik fasteignafélagi jókst um rúma fjóra milljarða á tímabilinu og nam um 6 milljörðum í árslok, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárfestingar í hótelbyggingum í ViðskiptaMogganum í dag.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir