Kortanotkunin erlendis aldrei meiri

Velta íslenskra debet- og kreditkorta erlendis var samtals 91,4 milljarðar ...
Velta íslenskra debet- og kreditkorta erlendis var samtals 91,4 milljarðar fyrstu átta mánuði ársins AFP

Velta íslenskra greiðslukorta erlendis var 91,4 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins og jókst um 16,3% milli ára. Veltan hefur aldrei verið jafn mikil og er til dæmis 58,5% meiri á núvirði en árið 2006.

Þetta kemur fram í greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar á tölum Seðlabankans, sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Við samanburðinn hafa tölur fyrri ára verið færðar á verðlag nú.

Samkvæmt þessari greiningu hefur velta íslenskra debetkorta erlendis aukist úr 14,35 milljörðum fyrstu átta mánuði ársins 2015 í 26,37 milljarða sömu mánuði í ár. Það er 83,8% aukning. Til samanburðar jókst velta íslenskra kreditkorta erlendis úr 53,67 milljörðum í 64,99 milljarða á tímabilinu, eða um 21%. Velta íslenskra debetkorta erlendis hefur því aukist mun meira síðustu misseri.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir