Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

Krýsuvíkurberg.
Krýsuvíkurberg. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum.  

„Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Ef þau meta það þannig að gjaldtaka sé ein þeirra leiða komum við til með að skoða það áfram,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnisstjóri Reykjanes Geopark.

Eggert segir að Reykjanes Geopark leggi gjaldtökuna ekki til, einungis sé verið að óska eftir afstöðu sveitarfélaga. Á næsta stjórnarfundi Reykjanes Geopark í desember verður málið tekið fyrir en stjórnin er skipuð fulltrúum sveitarfélaganna. 

Jarðvangur (e. geopark) er svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Jarðvangurinn á Reykjanesi nær yfir allt land sveit­ar­fé­laga Grinda­vík­ur­bæj­ar, Reykja­nes­bæj­ar, Sand­gerðis­bæj­ar, Garðs og Voga og er sam­tals 825 km2 að stærð. 

Á Reykjanesi eru ýmsir vinsælir ferðamannastaðir svo sem Garðskagaviti, Krísuvík og náttúrulaugin Brimketill. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir