60 milljarða gjaldþrot Nordic Partners

Hót­el D´Angleter­re
Hót­el D´Angleter­re Skjáskot/Google Street View

Kröfur í þrotabú einkahlutafélagins Nordic Partners námu tæpum 60 milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu en Landsbanki Íslands hafði þegar leyst til sín allar eignir félagsins. 

At­hafnamaður­inn Gísli Þór Reyn­is­son stofnaði fé­lagið árið 1996 en hann lést 43 ára gamall eftir skammvinn veikindi vorið 2009. 

Nordic Partners var fjárfestingafélag sem einbeitti sér meðal annars að fjárfestingum í framleiðslu matvæla og var umsvifamikið í Lettlandi og Tékklandi.  

Auk þess fjárfesti það í fasteignum en meðal þekkt­ustu eigna Nordic Partners var Hotel D'Angleter­re við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. Þá átti fé­lagið tvö önn­ur hót­el þar í borg og fimm Dornier þotur.

Nordic Partners skuldaði Landsbanka Íslands tæpa 80 milljarða eftir fjármálahrunið og vorið 2010 leysti skilanefnd bankans til sín allar eignir félagsins.

Skiptum á þrotabúi Nordic Partners lýkur 22. desember. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir