Bjarki ráðinn forstöðumaður hjá Símanum

Bjarki Pétursson, forstöðumaður fyrirtækjasölu hjá Símanum.
Bjarki Pétursson, forstöðumaður fyrirtækjasölu hjá Símanum. Ljósmynd/Aðsend

Bjarki Pétursson hefur tekið til starfa sem nýr forstöðumaður fyrirtækjasölu hjá Símanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. 

Bjarki hefur unnið hjá ráðgjafafyrirtækinu Zenter undanfarin átta ár en þar hefur hann leitt verkefni í markaðsrannsóknum og hugbúnaðargerð. 

Áður leiddi hann sölustarf hjá Högum og Ölgerðinni auk þess að sinna ráðgjöf fyrir fjölda annarra fyrirtækja. Sneru störfin að nýtingu upplýsingakerfa til ákvarðanatöku, til að auka sölu og minnka brottfall.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir