FME varar við bitcoin

AFP

Fjármálaeftirlitið segir mikla áhættu fylgja viðskiptum með sýndarfé, eins og bitcoin, og varar neytendur við að fjárfesta í sýndarfé og hætta þannig fjármunum sem þeir mega ekki við því að tapa nema að mjög vel athuguðu máli.

Þetta kemur fram á heimsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að verð á sýndarfé hafi sveiflast gríðarlega undanfarið ár og hafi miklar lækkanir fylgt í kjölfarið á miklum hækkunum. Þeir sem kaupa sýndarfé eigi á hættu á að tapa stórum hluta fjárfestingar sinnar.

Taldir eru upp fjórir áhættuþættir. Í fyrsta lagi sé engin neytendavernd og engar reglur gildi á markaði með sýndarfé. Í öðru lagi sýni markaðurinn skýr merki um bólumyndun og í þriðja lagi þurfi markaðirnir ekki starfsleyfi. Verðgagnsæi hafi verið ábótavant og sumir þeirra hafi lent í rekstrarvanda. Í fjórða lagi séu sýndarmyntir ekki studdar af undirliggjandi eignum né af seðlabönkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK