Geta þurft að taka eldsneyti á leiðinni

mbl.is/Baldur Arnarson

Tvær af þremur breiðþotum WOW air af gerðinni Airbus A330 eru tímabundið ótiltækar. Þær vélar sem fylla í skarðið geta þurft að lenda á leiðinni til Los Angeles eða San Francisco til þess að taka eldsneyti.

Þetta staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, í samtali við mbl.is. Hún segir að í flota WOW air séu þrjár breiðþotur af gerðinni Airbus A330. Ein af vélunum sé í reglubundinni skoðun erlendis og önnur í viðgerð á Keflavíkurflugvelli eftir óhapp sem átti sér stað á flughlaðinu. 

„Tímabundið notar WOW air Airbus A321neo-vél til að fylla í skarðið og í ljósi vegalengdar getur þurft að stoppa á leiðinni til Los Angeles eða San Francisco ef um fulla vél af farþegum er að ræða.

Samkvæmt heimildum mbl.is koma Edmonton í Alberta-fylki í Kanada og Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum til greina sem áfyllingarstaðir á leiðinni til San Francisco og Los Angeles. 

Um daginn flaug WOW air eitt lengsta flug sem sem flogið hefur verið á gerðinni Airbus A321neo til Los Angeles en þessi gerð véla er sú nýjasta frá framleiðandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK