Lífeyrissjóður verzlunarmanna vill Kost í þrot

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur sent inn gjaldþrotabeiðni á hendur Kosti vegna vangoldinna iðgjalda í lífeyrissjóðinn. 

Þetta staðfestir Guðmundur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í samtali við mbl.is en þegar blaðamaður náði tali af honum var hann ekki með upplýsingar um upphæðir á reiðum höndum. 

Frétt mbl.is: Hafa útbúið kyrrsetningarbeiðni á Kost

VR hafði þegar sent inn beiðni um kyrrsetningu eigna Kosts í vikunni vegna óupp­gerðra launa ell­efu starfs­manna. 

Starfs­menn­irn­ir, sem telja sig eiga inni laun hjá fyr­ir­tæk­inu, hafa farið fram á að fá greidd­an þriggja mánaða upp­sagn­ar­frest, en Jón Ger­ald hafði lýst því yfir að eng­ar frek­ari launa­greiðslur myndu ber­ast frá fyr­ir­tæk­inu í kjöl­far lok­un­ar versl­un­arinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK