Aftur yfir 1.000 stiga fall hjá Dow Jones

Fylgst með tölunum í kauphöllinni í New York. Dow Jones …
Fylgst með tölunum í kauphöllinni í New York. Dow Jones lækkaði í dag um rúm 1.000 stig í annað skipti á innan við viku. AFP

Dow Jones hlutabréfavísitalan féll í dag um rúmlega 1.000 stig í annað skipti á innan við viku. Dow Jones féll á mánudag um 1.175 stig, sem var mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá því í fjármálakreppunni 2008.

BBC seg­ir Dow Jo­nes hafa lækkað um 4,15% og hafi við lokun markaða staðið í 23.860 stigum.

Nokkur viðsnúningur hafði verið í kauphöllinni í New York á þriðjudag, eftir fallið á mánudag, en sá viðsnúningur virðist ekki hafa verið varanlegur.

S&P 500 vísitalan lækkaði einnig í dag og féll hún um 100,58 stig eða 3.75% og var í lok dags í 2.581 stigum. Nasdaq vísitalan féll þá um 3,9%, eða 274,8 stig og stendur nú í  6.777,1.

BBC segir lækkun einnig hafa verið á öllum helstu verðbréfamörkuðum í Evrópu í dag.

Breska FTSE 100 vísi­tal­an hafði lækkað um 1,49% við lokun markaða í London og stóð þá í 7.170,69 stigum. Í Frakklandi og Þýskalandi féllu vísitölurnar um 2,6% og 2%.

Óttast menn að verðbólga og vextir muni aukast með auknum styrk alþjóða hagkerfisins og er það talið valda lækkuninni nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK