Einskiptiskostnaður litaði afkomu Skeljungs

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs
Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs mbl.is/​Hari

Skeljungur hagnaðist um 1.143 milljónir króna á árinu 2017 samanborið við 1.262 milljónir árið áður en lækkunn nemur 9,4%.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Skeljungs en þar er afkoman sögð lituð af einskiptiskostnaði vegna breytinga í rekstri sem samtals nam 248 milljónum króna á árinu.

Framlegð ársins nam 7.183 milljónum króna og lækkar um 1,4% frá fyrra ári. EBITDA ársins nam 2.618 milljónum og lækkar 5,3% á milli ára en EBITDA í fjórðungnum nam 261 milljónum sem er lækkun um 43,5%.

Aðlagaður hagnaður ársins að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar er 1.391 milljónir króna og aðlöguð EBITDA ársins er 2.792 milljónir.

Félagið áætlar að EBITDA ársins 2018 verði á bilinu 2.600-2.800 milljónir króna og fjárfestingar liggi á bilinu 750-850 milljónir. Stjórn Skeljungs leggur til arðgreiðslu að fjárhæð 500 milljónir króna, sem er 43,7% af hagnaði ársins 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK