Hagkerfið tekið að kólna

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur staðið undir hagvexti.
Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur staðið undir hagvexti. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Efnahagshorfur á Íslandi hafa breyst á skömmum tíma og nú er útlit fyrir töluvert minni hagvöxt. Það kallar á aðlögun í hagkerfinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hagkerfið vera að breyta um takt. Það séu ekki lengur horfur á verulegum hagvexti.

„Þvert á móti er framboð og eftirspurn að mætast. Það hefur ekki gerst undanfarin ár. Framleiðsluslakinn er meiri en verið hefur.“ Halldór Benjamín segir vísbendingar um að hagkerfið sé að kólna. Ein þeirra er aukið atvinnuleysi. Stjórnvöld þurfi að horfast í augu við breytta stöðu og sýna á spilin í kjaramálum. Endurskoða þurfi tryggingagjald og efla hlut vinnumarkaðstengdra sjóða. SA telji fyrirtæki eiga inni lækkun tryggingagjalds. Um það séu „allir sammála“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK