Hagnaður HB Granda dróst saman

HB Grandi hagnaðist um 3 milljarða króna á árinu 2017 samanborið við 3,5 milljarða árið á undan. 

Tekjur fyrirtækisins náum 26,1 milljarði króna og EBITDA nam 4,3 milljörðum króna. Eignar fyrirtækisins í árslok síðasta árs voru samtals 62,1 milljarður króna en skuldir 30 milljarðar. 

HB Grandi hf. gerði út 8 fiskiskip í árslok.  Félagið hefur nú fengið alla þrjá ísfisktogarana afhenta, en Engey var tilbúin til veiða um mitt ár, Akurey í febrúar 2018 og unnið er að því að koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði í Viðey.  

Árið 2017 var afli skipa félagsins 44 þúsund tonn af botnfiski og 109 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Í tilkynningu um ársuppgjörið segir að verkfall sjómanna hafi setti verulegan svip á rekstur félagsins í upphafi árs en það stóð yfir frá miðjum desember 2016 til 20. febrúar 2017.

Í maí var tekin ákvörðun um að leggja af botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi.  Botnfiskvinnsla á Akranesi sameinaðist botnfiskvinnslu félagsins í Reykjavík þann 1. september 2017.

Þann 2. júní 2017 var skrifað undir samning vegna smíði á 81,30 metra löngum og 17,00 metra breiðum frystitogara  við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon.  Afhending togarans er áætluð um mitt ár 2019.

Félagið seldi Þerney RE-1 á árinu og var hún afhent nýjum eigendum í desember 2017.  Við söluna fækkaði skipum félagsins í rekstri um eitt.

Í árslok keypti félagið 33% eignarhlut í fiskþurrkunarfyrirtækinu Laugafiski ehf. (áður Háteigur ehf.)

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK