Lánaheimild borgarinnar aukin

Hverfiskjarninn við Arnarbakka 2-6
Hverfiskjarninn við Arnarbakka 2-6 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við munum selja eignirnar einhverjum sem eru tilbúnir í að fara í uppbyggingu á húsnæðinu,“ segir Óli Jón Hertervig, deildarstjóri eignaumsýslu Reykjavíkurborgar, um kaup borgarinnar á tveimur hverfiskjörnum í Breiðholti, í Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11 og 13-21, sem samþykkt voru í borgarráði nýverið.

Óli segir að kaupsamningur verði undirritaður í þessari viku en einhver tími muni líða þar til borgin fái eignirnar afhentar. Ef vel gengur verði eignirnar seldar aftur í lok árs. „Ef skipulagsmálin ganga vel munum við geta selt aftur í lok árs en annars getur verið að við seljum aftur eftir ár og það væri svo sem ekkert óeðlilegt við það.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðust gegn kaupunum, þar á meðal Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Hann segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að kaupa fasteignir og gera þær upp. „Það væri miklu nær að veita heimildir til uppbyggingar á svæðinu. Ef það væri gert er ég viss um að það væru ýmis fasteignafélög spennt fyrir því að taka við boltanum. Borgin velur aðra aðferð; í stað þess að rýmka byggingarheimildir strax kaupir hún húsnæðið og ætlar svo að rýmka heimildir.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir