Velta Brauðs & co. nálgast hálfan milljarð

Brauð & co velti tæplega 410 milljónum í fyrra.
Brauð & co velti tæplega 410 milljónum í fyrra. mbl.is/​Hari

Ársreikningur Brauðs og co ehf. sýnir að umsvif félagsins jukust töluvert á síðasta ári. Heildarvelta bakarísins nam 409,8 milljónum króna árið 2017 sem er 98% meira en árið á undan. Hagnaður lækkaði lítillega á milli ára; var 24,6 milljónir árið 2017 en 27 milljónir árið 2016.

Rekstargjöld ríflega tvöfölduðust úr 173 milljónum upp í 379 milljónir árið 2017. Þar af voru laun og launatengd gjöld 159,6 milljónir en voru um 70,5 milljónir árið áður.

Félagið Brauð og co ehf. var stofnað árið 2015 og opnaði í ársbyrjun 2016 bakarí að Frakkastíg í Reykjavík. Í framhaldinu opnaði fyrirtækið bakarí á Hlemmi og því næst í Fákafeni. Fyrr á þessu ári bættist við bakarí á Melhaga í Vesturbænum og við Akrabraut í Garðabæ.

Fleiri ekki opnuð

Ágúst Einþórsson bakari og einn eigenda bakarísins segir ánægjulegt hvað reksturinn hefur blómstrað.

„Það er alltaf gaman að hafa vind í seglin,“ segir hann en bætir við að ekki standi til að opna fleiri bakarí í bráð. „Það er ekkert mál að opna bakarí, en aðeins flóknara að reka þau. Starfsmannahald er dýrt, og við bökum úr ákaflega dýru lífrænu hráefni sem kostar allt að tífalt meira en það sem samkeppnisaðilar okkar nota.“

Eigendur Brauðs og co ehf. eru Eyja fjárfestingafélag ehf. með 51% hlut, Lúkas ehf. með 31% og Nói Nóra ehf. með 18%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK