Eftirspurn leigufélaga dregist saman

Fjöldi viðskipta með íbúðir frá einstaklingum til fyrirtækja á þessu ...
Fjöldi viðskipta með íbúðir frá einstaklingum til fyrirtækja á þessu ári er hlutfallslega minni í ár en síðustu þrjú ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svo virðist vera sem spurn leigufélaga eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fari minnkandi það sem af er þessu ári miðað við þrjú ár þar á undan. Sérstaklega hefur sala til slíkra félaga dregist saman miðsvæðis í Reykjavík. Á þetta bendir hagfræðideild Landsbankans í nýjustu hagsjá sinni.

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí voru svipuð og í júní en eilítið meiri en í júlí í fyrra. Bendir hagfræðideildin á að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hafi viðskipti verið 2% fleiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að fyrstu mánuðina hafi verið um fækkun kaupsamninga að ræða. Á síðustu mánuðum hafi þróunin hins vegar snúist við og á heildina litið sé nú um fjölgun að ræða yfir fyrstu sjö mánuðina.

Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 4% á fyrri hluta ársins 2018. Þá var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-13% á árunum 2015-2017 en var komin niður í 6% á fyrri hluta þessa árs. „Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað,“ segir hagfræðideildin í hagsjánni.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir