Vægi ferðaþjónustu ofmetið

Ferðamenn í skoðunarferðí Reykjavík hlýða á leiðsögumann sinn. Störfum í ...
Ferðamenn í skoðunarferðí Reykjavík hlýða á leiðsögumann sinn. Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár, en deilt er um fjöldann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands.

Áður var áætlað að 13,3% launþega á Íslandi hefðu starfað í ferðaþjónustu í fyrra. Samkvæmt greiningu á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands má hins vegar gera ráð fyrir að hlutfallið 8,6% sé nær lagi. Þetta þýðir að starfsmennirnir hafi verið um 16.700 í fyrra en ekki um 25.800 eins og áður var talið.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Vilborg Helga Júlíusdóttir, greinandi og hagfræðingur hjá SAF, skýringuna meðal annars þá að 65% af umsvifum í einkennandi ferðaþjónustugreinum séu vegna venjubundinnar neyslu, eða neyslu ótengdri ferðamennsku.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir