Lyf og heilsa hagnast um 283 milljónir

Hagnaður Lyfja og heilsu hf. nam 283 milljónum króna árið …
Hagnaður Lyfja og heilsu hf. nam 283 milljónum króna árið 2017. mbl.is/Golli

Lyfjaverslanakeðjan Lyf og heilsa skilaði hagnaði upp á 283,2 milljónir króna árið 2017 og jókst hann um rúm 16% á milli ára en hagnaðurinn árið 2016 nam 243,2 milljónum króna.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að það hyggist greiða hluthöfum arð sem nemur 100 milljónum króna. Félagið er nánast alfarið í eigu eignarhaldsfélagsins Faxar ehf. sem á 99,56% hlut en Toska ehf. á 0,44% hlut. Bæði félögin eru að fullu leyti í eigu Jóns Hilmars Karlssonar. Hann er sonur Karls Wernerssonar sem áður átti fyrirtækið.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir nam 604,5 milljónum króna árið 2017 en var 535,2 milljónir árið 2016. Fyrirtækið seldi vörur og þjónustu fyrir tæpa 7 milljarða króna árið 2017 miðað við tæpa 6,9 milljarða árið 2016, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK