Aukin óvissa um verðlagsþróun næstu mánuði

Óvissa ríkir um þróun fasteignaverðs sem hefur áhrif á verðlagsþróun, …
Óvissa ríkir um þróun fasteignaverðs sem hefur áhrif á verðlagsþróun, að því er fram kemur í greiningunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Töluverð óvissa ríkir um verðlagsþróun næstu mánuði að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt greiningu deildarinnar mun vísitala neysluverðs hækka um 0,3% milli mánaða í september. Gert er ráð fyrir hækkun í mat og drykk, hækkun á kostnaði við tómstundir og menningu auk þess sem verð á húsgögnum og heimilisbúnaði muni hækka. 

Þá sé hætta á að verðbólga á næstu mánuðum verði enn meiri en gert sé ráð fyrir í spá bankans, sem spáir hækkun á ársverðbólgu úr 2,6% í 2,8%. Hagfræðideild bankans segir jafnframt að gera megi ráð fyrir að töluvert meiri óvissa ríki um verðlagsþróun næstu mánuði en oft áður og meiri hætta sé á að verðbólgurþróun næstu mánuði kunni að vera fremur vanmetin en ofmetin. 

Óvissa ríkir um þróun fasteignaverðs sem hafi áhrif á verðlagsþróun auk þess sem óvissa um gengisþróun krónunnar hafi aukist töluvert á síðustu dögum. Megi það rekja til óvissu varðandi skuldabréfafjármögnun Wow air. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK