Fjármagna kaupin með útgáfu nýrra hluta

FAST-1 á Turninn við Höfðatorg og húsnæðið þar sem skrifstofur …
FAST-1 á Turninn við Höfðatorg og húsnæðið þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru til húsa. mbl.is/Styrmir Kári

Fasteignafélagið Reginn hf. hefur ákveðið að auka hlutafé í félaginu um rúmlega 220,5 milljónir hluta, en miðað við gengi hlutabréfa félagsins í Kauphöllinni nemur það um 4,26 milljörðum króna. Verður hlutaféð notað til að greiða fyrir kaup Regins á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1 slhf., HTO ehf. og FAST-2 ehf.

FAST-1 er m.a. eigandi Turnsins við Höfðatorg og byggingarinnar þar sem nú eru skrifstofur Reykjavíkurborgar. Félagið var keypt af Regin fyrir 22,7 milljarða og verða kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu hlutanna, lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda.

Hlutafé Regins eftir hlutafjáraukninguna verður tæplega 1,83 milljarðar hluta. Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta í kerfum Kauphallarinnar 21. september.

Uppfært 21.09.2018 kl. 13:32.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Reginn hf. myndi nota hlutaféð til að greiða fyrir kaup á FAST-1 slhf. og dótturfélögum þess. Hið rétta er að FAST-1 slhf. er einungis aðili að kaupsamningnum en ekki hluti af kaupunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK