Flestir fangelsaðra bankamanna íslenskir

25 íslenskir bankamenn fóru í fangelsi vegna mála tengdum hruninu.
25 íslenskir bankamenn fóru í fangelsi vegna mála tengdum hruninu. mbl.is/Júlíus

Alls voru 47 bankamenn í heiminum dæmdir í fangelsi vegna atvika sem tengdust efnahagshruninu árið 2008. Þar af voru 25 frá Íslandi „sem hafði langhæsta tíðni sakfellinga sem enduðu með fangelsisvist.“

Þetta kemur fram í grein á vef Financial Times en blaðamenn þess fóru yfir gögn og fréttaskrif víðs vegar í Evrópu og Bandaríkjunum og könnuðu hversu margir starfsmenn banka fengu fangelsisdóma sem tengdist fjármálahruninu beint eða falli þeirra fjármálastofnana sem þeir tengdust.

„Ísland hafði langhæsta tíðni sakfellinga sem enduðu með fangelsisdómi, 25 talsins. Landið yfirtók bankanna í október 2008 og setti á gjaldeyrishöft sem vöruðu í átta ár,“ segir í frétt Financial Times sem m.a. birti lista yfir þá Íslendinga sem fengu sakfellingu.

„En sem betur fyrir fyrir þá skartar Ísland nokkrum af íburðarmestu fangelsum í heimi þar sem hugarfar endurhæfingar fremur en refsingar er ríkjandi," segir í fréttinni.

Frétt Financial Times má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka