Meðalverðið 110 milljónir

Hafnartorg. Fyrstu íbúðirnar hafa verið settar í almenna sölu.
Hafnartorg. Fyrstu íbúðirnar hafa verið settar í almenna sölu. mbl.is/RAX

Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi.

Dýrasta íbúðin er þakíbúð á 6. hæð sem kostar 256,8 milljónir. Hægt er að sameina hana annarri þakíbúð sem kostar 199 milljónir. Saman kosta þær 456 milljónir.

Í umfjöllun um íbúðir þessar í Morgunblaðinu í dag segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, um 20 hópa hafa sýnt áhuga á íbúðum á Hafnartorgi. Hann segir margt skýra verðlagningu á íbúðunum. Meðal annars sé byggingarlóðin dýr og meira lagt í hönnun og tæki og innréttingar en vanalegt er. Þá kosti svonefnt neðansjávarálag í bílakjallara sitt.

Hafa beðið eftir íbúðunum

Þegar er búið að selja sex íbúðir á Hafnartorgi. Miðað við meðalverð hafa þær kostað 600-700 milljónir.

„Þetta eru jafnvel betri viðbrögð en við bjuggumst við,“ segir Þorvaldur sem telur aðspurður að viss hópur hafi beðið eftir íbúðunum.

Af þessum viðbrögðum að dæma sé ekki að sjá að umræða um mögulega niðursveiflu hafi slegið kaupendur út af laginu.

Munar 45 milljónum

Til samanburðar kosta nýjar íbúðir í Bríetartúni að meðaltali um 64 milljónir og nýjar íbúðir á Hverfisgötu 94-96 um 66 milljónir. Íbúð á Hafnartorgi er því að meðaltali um 45 milljónum króna dýrari en þær.

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir aðspurður að verð nýju íbúðanna geti smitast yfir í íbúðaverð í nágrenninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka