Send­ir Landsrétti at­huga­semd­ir vegna Byko-máls­ins

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli …
Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko ehf. og Nor­vík hf. mbl.is/Hjörtur

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko ehf. og Nor­vík hf. Málið varðar ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í maí 2015, er Nor­vík hf. var gert að greiða 650 millj­óna króna sekt fyr­ir brot dótt­ur­fyr­ir­tækis síns, Byko ehf., á sam­keppn­is­regl­um.

ESA sendi þessar sömu athugasemdir til Héraðsdóms Reykja­vík­ur í apríl 2016 er hann dæmdi í málinu, sem síðan hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Var það í fyrsta skipti sem ESA send­i at­huga­semd­ir til ís­lensks dóm­stóls.

Í athugasemdum ESA, sem stofnunin endursendir nú, er málið sagt vekja upp mik­il­væg­ar spurn­ing­ar varðandi túlk­un EES-rétt­ar.

Ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins var áfrýjað til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála sem taldi brot Byko ehf. ekki jafnal­var­leg og Sam­keppnis­eft­ir­litið, og taldi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar. Lækkaði áfrýj­un­ar­nefnd­in því sekt­ina í 65 millj­ón­ir króna. Í fe­brú­ar 2016 höfðaði Sam­keppnis­eft­ir­litið svo mál fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur þar sem þess er kraf­ist að Nor­vík hf. verði gert að greiða 650 millj­óna króna sekt í mál­inu. Það er í því máli sem ESA legg­ur fram at­huga­semd­ir sínar.

At­huga­semd­ir ESA varða hvenær beita eigi sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti) og um varnaðaráhrif sekta í sam­keppn­is­mál­um.

Sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og dóm­stól­um aðild­ar­ríkj­anna er skylt að beita sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar þegar máls­at­vik falla inn­an gild­is­sviðs EES-samn­ings­ins og athugasemdir ESA eru ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka