Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð

mbl.is/Þórður

Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð rétt áður en tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við mbl.is að Kauphöllin hafi fengið upplýsingar um að von væri á meiriháttar tilkynningu frá útgefanda og var ákvörðun um að stöðva viðskiptin tekin með hliðsjón af því.

Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 11:43, en tilkynning um kaupin var send á markaðinn klukkan 11:49. Páll segir að aðeins verði um klukkustundar stöðvun á viðskiptum og að klukkan 12:50 hefjist viðskipti með uppboði. Í framhaldinu, klukkan 13:00 hefjast svo regluleg viðskipti að nýju.

„Þetta er gert til að tryggja jafnræði fjárfesta á markaði,“ segir Páll og bætir við að með þessu sé tryggt að allir hafi sama aðgang að upplýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK