Já vill minnka allratap jólanna

Sigríður Margrét segir að Já hafi gengið í gegnum 100% …
Sigríður Margrét segir að Já hafi gengið í gegnum 100% stafræna umbreytingu. Eigendur Já eru AuÐur 1 fagfjárfestasjóður sem á tæp 81%, SOKO ehf., sem er í eigu Sigríðar Margrétar, með 14%% og Volta sem á 5%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri og einn eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Já segir að ný vöruleit fyrir íslenskar netverslanir sem boðið er upp á á Já.is geti sparað stórar upphæðir.

„Kennari hjá Yale háskóla skrifaði grein sem heitir Deadweight Loss of Christmas, eða „Allratap Jóla“. Þar sýndi hann fram á efnahagslegu sóunina við að gefa jólagjafir. Hann komst að því að 10-30% af verðmæti gjafanna færu í súginn því við værum ekki að gefa réttu gjafirnar. Ef við heimfærum það á íslenska markaðinn, og gefum okkur að 10% af samtals 80 milljarða króna verslun á Íslandi í nóvember og desember, séu jólagjafir, að þá erum við að sóa 800 – 2400 milljónum króna í jólagjafainnkaupunum.

Við hjá Já leggjum okkar af mörkum til að eyða þessu allratapi með óskalistunum,“ segir Sigríður í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK