Rasmussen heimsótti Marel

Frá heimsókninni í dag.
Frá heimsókninni í dag. Ljósmynd/Marel

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, heimsótti höfuðstöðvar Marel á Íslandi í dag ásamt fylgdarliði.

Ráðherrann hitti forstjóra Marel, Árna Odd Þórðarson, og framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Íslandi, Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttir, og fékk leiðsögn um starfsstöðina í Garðabæ, að því er kemur fram í tilkynningu.

Heimsóknin í Marel er hluti af heimsókn forsætisráðherra Danmerkur vegna hátíðarhalda í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.

Í leiðsögn um höfuðstöðvar Marel í Garðabæ fékk Lars innsýn í starfsemi Marel á heimsvísu, þá sérstaklega í Danmörku.

Alls starfa um 600 manns hjá Marel í Danmörku á fjórum starfsstöðvum við hönnun, framleiðslu, sölu og þjónustu á hátæknilausnum og hugbúnaði fyrir viðskiptavini í kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnslu.

Á dagskrá heimsóknarinnar var sameiginlegur fundur framtíðarnefndar Alþingis og samráðsvettvangs um aukna hagsæld.

Gestir fundarins voru meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Smári McCarthy, þingmaður og formaður framtíðarnefndar, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og formaður samráðsvettvangs, og fleiri fulltrúar úr ríkisstjórn Íslands, stjórnmálum og íslensku atvinnulífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK