Segja upp 5 þúsund manns

Land Rover Freelander.
Land Rover Freelander. AFP

Jaguar Land Rover ætlar að fækka starfsmönnum um fimm þúsund í Bretlandi og verður tilkynnt um þetta í dag. Ástæðan er minni sala í Kína og áhyggjur af afleiðingum Brexit fyrir rekstur bílaframleiðandans.

Jaguar Land Rover er í eigu indverska bílaframleiðandans Tata Motors og eru starfsmenn hans rúmlega 40 þúsund talsins í Bretlandi. Talið er að áhrifa uppsagna gæti mest á markaðssviði og stjórnun.

Samkvæmt frétt BBC eru uppsagnirnar hluti af 2,5 milljarða punda endurskipulagningu rekstrar. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir