Minni útlán og verri lánskjör

Frá Reykjavík.
Frá Reykjavík. mbl.is/Hjörtur

Spáð er áframhaldandi húsnæðisverðshækkunum fram til ársins 2021 í nýrri húsnæðisskýrslu greiningardeildar Arion banka, en verulega hægi hins vegar á hækkunartaktinum þegar fram í sæki. Vegna stígandi verðbólgu muni raunverð byrja að lækka strax á þessu ári. Þá sé útlit fyrir að laun muni hækka meira en húsnæðisverð á næstu árum.

Fram kemur að íbúðarhúsnæði í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað hratt á sama tíma og hægt hafi verulega á verðhækkunum. Væntingar um aukið framboð eigi vafalaust sinn þátt í að draga úr verðhækkunum. Einnig er bent á að meðalfermetrafjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi minnkað undanfarin þrjú ár og að útlit sé fyrir að byggingaraðilar muni halda áfram að koma til móts við ákall eftir smærri íbúðum.

Greiningardeildin telur að ekki séu forsendur til þess miðað við undirliggjandi efnahagsstærðir að fólksfjölgun muni halda áfram af sama krafti og undanfarin tvö ár. Spá deildarinnar gerir ráð fyrir að íbúum á hverja íbúð fækki á hverju ári út 2021. Verði sú raunin þýði það að unnið verði á uppsöfnuðum skorti sem að öllu öðru óbreyttu ætti að hægja á hækkunartakti húsnæðisverðs.

Þá er bent á að útlánavöxtur hafi verið mikill undanfarin ár og í fyrra hafi bankarnir lánað um 350 milljarða króna til heimila og fyrirtækja. Útlit sé fyrir að útlánaaukning bankanna í ár verði talsvert minni og að lánakjör versni. Áhrifa þessa sé þegar tekið að gæta í lægri hámarksveðhlutföllum íbúðarlána og versnandi kjörum viðbótarlána.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK