Fuglinn lærir að fljúga með aðferðum gervigreindar

Þessi dróni flýgur með vængjaslætti líkt og fuglar.
Þessi dróni flýgur með vængjaslætti líkt og fuglar.

„Lokamarkmiðið er að fuglinn læri að fljúga sjálfur,“ segir Hjalti Harðarson verkfræðingur sem stofnaði ásamt dr. Leifi Þór Leifssyni flugvélaverkfræðingi sprotafyrirtækið Flygildi. Saman hönnuðu þeir dróna sem hefur þá sérstöðu að hann flýgur með vængjaslætti. Flygildi tryggði sér nýlega tugmilljóna fjárfestingu frá innlendum fjárfestum til þess að hefja markaðssókn erlendis.

Á næstu mánuðum munu forsvarsmenn fyrirtækisins halda vestur um haf að kynna fuglinn fyrir mögulegum erlendum fjárfestum en nú þegar hafa aðilar á borð við Tom Moss hjá drónafyrirtækinu Skydio, Palmer Luckey, stofnanda Oculus, og fyrirtækið Lockheed Martin sýnt fuglinum áhuga, að sögn Helgu Viðarsdóttur, stjórnarformanns Flygildis og annars eigenda Spaks Finance, sem hefur haft umsjón með fjármögnun félagsins hérlendis.

Flughæfnin verður meiri

„Það er verið að þróa svona tæki á ýmsum stöðum. En við vitum ekki um neinn fugl sem er eins og þessi vegna þess að hann getur lagt vængina saman. Fjaðrirnar eru úr plasti og hann getur stækkað og minnkað vængina og hreyft þá alveg eins og venjulegur fugl. Þannig hönnun höfum við ekki séð neins staðar. Það býður upp á meiri flughæfni en ef vængurinn væri stífur og hreyfðist bara upp og niður,“ segir Hjalti í samtali við ViðskiptaMoggann og bætir því við að fuglinn muni hafa alla möguleika til þess að læra að fljúga sjálfur með aðferðum gervigreindar.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK