Salan rauk upp þegar verðið lækkaði

Íslendingar kunna vel að meta að bjór sé seldur með …
Íslendingar kunna vel að meta að bjór sé seldur með 39% afslætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vildum fagna 30 ára afmæli bjórsins með stæl,“ segir Halldór Ægir Halldórsson, vörumerkjastjóri hjá Vínnes. Fyrirtækið flytur inn hinn vinsæla bjór Stella Artois frá Belgíu en síðustu vikur hefur verið hægt að kaupa bjórinn á mun lægra verði í Vínbúðunum en alla jafna. Verðið á vinsælustu einingunni, 330 ml flösku, var lækkað um 39%.

Kostar hver flaska nú 219 krónur sem gerir Stellu að ódýrasta flöskubjórnum í ríkinu. Allt er þetta dálítið sérstakt því Stella hefur verið langvinsælasti flöskubjórinn hér á landi. Í fyrra seldust rétt tæplega milljón flöskur hér, næstum þrefalt meira en af næstvinsælasta flöskubjórnum.

„Auðvitað er ekki hægt að bjóða svona verð nema með aðkomu framleiðandans. Við fáum bjórinn á góðu verði tímabundið og lækkum okkar hlut alveg niður í botn. Það er ekki hægt að halda svona verðum út árið,“ segir Halldór en tilboð þetta stendur út mánuðinn.

Viðtökurnar hafa verið afar góðar. „Við vorum með miklar væntingar en viðtökurnar hafa farið fram úr þeim. Við höfum aldrei séð viðlíka sölu og Stellan hefur verið að klárast í Vínbúðum á föstudögum og laugardögum,“ segir Halldór. Það sem af er marsmánuði nemur söluaukning á Stellu Artois í heildina 151% miðað við sama tímabil í fyrra. Söluaukningin er mest í 330 ml flöskunni, alls 229%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK