Dreifingaraðilar raforku brutu lög

Orkustofnun hefur staðfest kvörtun Orku heimilanna sem hefur talið dreifiveitur …
Orkustofnun hefur staðfest kvörtun Orku heimilanna sem hefur talið dreifiveitur brjóta lög með því að sjákrafa gera nýja notendur að raforkukaupendum hjá tengdum fyrirtækjum. Ljósmynd/Orka heimilanna

„Dreifiveiturnar brjóta lög með því að setja raforkukaupendur í viðskipti við tengd sölufyrirtæki,“ segir í tilkynningu Orku heimilanna til fjölmiðla. Fram kemur að Orkustofnun hafi staðfest kvörtun fyrirtækisins vegna háttsemi dreifiveitna.

Orka heimilanna hefur verið þeirrar skoðunar að dreifiveitur brjóti lög með því að setja alla nýja notendur rafmagns sjálfgefið í sölu hjá því sölufyrirtæki sem dreifiveitan er í tengslum við. „Þannig hafa þau viðhaldið markaðshlutdeild síns sölufyrirtækis og komið í veg fyrir eðlilega samkeppni.“

Sex dreifiveitur eru starfandi á Íslandi og eru það HS Veitur, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Veitur, Rafveita Reyðarfjarðar og RARIK. Hafa þær sérleyfi til dreifingar raforku á afmörkuðu svæði.

Fyrirtækið segir að „dreifiveiturnar hafi frá upphafi setningar raforkulaga hunsað skýr ákvæði í lögunum um notendaskipti“.

Orkustofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu „að þessi háttsemi gangi gegn skilyrðislausum rétti viðskiptavina til að eiga viðskipti við þá raforkusala sem þeir hafa kosið að kaupa raforku af“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK