Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

Samkvæmt umfjöllun Kjarnans hafa umsækjendur nú frest 19. júní til ...
Samkvæmt umfjöllun Kjarnans hafa umsækjendur nú frest 19. júní til að ger athugasemdir við hæfismat nefndarinnar. mbl.is/Golli

Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri. Greint er frá málinu hjá Kjarnanum

Samkvæmt umfjöllun Kjarnans hafa umsækjendur nú frest 19. júní til að ger athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, en það er forsætisráðherra sem að lokum skipar seðlabankastjóra.

Nefndina skipaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en í henni sitja Sigríður Benediktsdóttir formaður, Eyjólfur Guð­­munds­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­nefndur af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og vara­­for­­maður banka­ráðs, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Umsækjendur um starf seðlabankastjóra voru þau Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra, Ásgeir Jóns­son, dós­ent og for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor við Háskóla Íslands, Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrrv. fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Gunnar Har­alds­son, hag­fræð­ingur, Gylfi Arn­björns­son, hag­fræð­ingur, Gylfi Magn­ús­son, dós­ent, Hannes Jóhanns­son, hag­fræð­ingur, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor, Jón G. Jóns­son, for­stjóri banka­sýslu rík­is­ins, Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor, Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi, Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri, Sturla Páls­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta og fjár­stýr­ingar í Seðla­banka Íslands, Vil­hjálmur Bjarna­son, lektor og Þor­steinn Þor­geirs­son, sér­stakur ráð­gjafi á skrif­stofu seðla­banka­stjóra.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir