Rýmingarsala er Super1 lokar í Faxafeni

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður og eigandi Super1-verslananna.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður og eigandi Super1-verslananna. Mynd/K100

Rýmingarsala stendur yfir í verslun Super1 í Faxafeni. Til stendur að loka versluninni á næstu vikum og opna aðra búð á nýjum stað. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, eigandi Super1, segir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um nýja staðsetningu en hann hafi þó augastað á tilteknu húsnæði. Tilkynnt verði um opnunina þegar flutningurinn hefur verið frágenginn.

Þrír mánuðir eru síðan verslun Super1 í Faxafeni var opnuð, í rými þar sem Bónusverslun var áður til húsa. Sigurður segir það hafa legið fyrir frá fyrsta degi að það yrði á brattann að sækja að halda úti nýrri verslun á svæðinu innan um svo margar aðrar verslanir, en fyrir eru í Skeifunni verslanir Hagkaupa og Bónuss. „Þetta svæði er í raun bara mettað.“ 

Þótt Sigurður vilji ekki gefa upp nýja staðsetningu að svo stöddu segist hann ekki eiga von á að farið verði langt. Rýmingarsala hófst í versluninni í morgun og eru allar vörur seldar með 30% afslætti. Mikil umferð hefur verið um verslunina og er vel, enda skal allt seljast áður en skellt verður endanlega í lás.

Auk verslunarinnar í Skeifunni heldur Super1 úti tveimur verslunum á höfuðborgarsvæðinu, á Hallveigarstíg í miðbæ Reykjavíkur og á Smiðjuvegi í Kópavogi en rétt eins og í Faxafeninu voru þar áður Bónusverslanir. Sigurður segir að reksturinn hafi að öðru leyti gengið ljómandi vel og er ánægður með þær góðar viðtökur sem verslanirnar hafi fengið.

Grænmeti og ávextir í Super1.
Grænmeti og ávextir í Super1. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK