Geta opnað leiðina til Asíu

Vincent Tan sér mikil tækifæri á Íslandi.
Vincent Tan sér mikil tækifæri á Íslandi.

Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu.

„Þar liggja mikil tækifæri til að ná til vel borgandi ferðamanna. Og þar getum við lagt talsvert til málanna. Ég held að ef vilji standi til þess hjá Icelandair Group séu tækifæri í því að hefja beint flug milli Íslands og Asíu. Það er allt hægt ef fólk hefur vilja og dugnað til að bera. Og þarna gæti Icelandair séð tækifæri á komandi árum. Með kaupum okkar á Icelandair Hotels viljum við breikka vöruúrval okkar gagnvart núverandi og verðandi viðskiptavinum.“

Tan segist sjá mikil tækifæri í ferðaþjónustunni hér á landi og að ekki sé loku fyrir það skotið að hann muni koma að fleiri verkefnum hér á landi. Bæði vilji hann reisa nýtt lúxushótel og til greina komi að fjárfesta utan hótelgeirans.

„Fjárfesting okkar í hótelunum er til langs tíma og landið á mikið inni að mínu mati. Norðurljósin, jarðhitasvæðin og fossarnir hafa mikið aðdráttarafl,“ segir Tan í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK