Sigrún nýr stjórnarformaður Stefnis

Sigrún Ragna er nýr stjórnarformaður Stefnis.
Sigrún Ragna er nýr stjórnarformaður Stefnis. Ljósmynd/Aðsend

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, hefur gengið úr stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, þar sem hún hefur gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2009. Sigrún Ragna Ólafsdóttir var kosin í stjórnina í hennar stað og mun taka við stjórnarformennskunni.

Hrund ákvað fyrir nokkru að gefa ekki kost á sér áfram sem stjórnarformaður Stefnis eftir 10 ára árangursríkt starf í þágu félagsins, að því er segir í tilkynningu.

Sigrún Ragna hefur fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði. Hún var forstjóri VÍS á árunum 2011-2016. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka og þar áður hjá Deloitte, þar sem hún var meðeigandi. Sigrún Ragna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, í mörgum ólíkum geirum. Þar má nefna Vörð tryggingar, Reiknistofu bankanna, Auðkenni, Creditinfo Group og Creditinfo Lánstraust.

Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

Aðrir í stjórn Stefnis eru Kristján Jóhannsson, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Flóki Halldórsson, Ragnhildur Sophusdóttir og Þórður Sverrisson.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK