Segir farir Sýnar ekki sléttar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekjur Sýnar hf. námu á öðrum ársfjórðungi rúmum 5 milljörðum króna sem er 3% lækkun á milli tímabila samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Árshlutareikningur Sýnar hf. var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag.

Tekjur Sýnar hf. á fyrri árshelmingi lækkuðu um 189 milljónir króna milli ára, eða um 2%. Tap á ársfjórðungnum nam 215 milljónum króna sem er 206 milljóna króna aukning frá sama tímabili 2018. Hagnaður á fyrri árshelmingi ársins nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun á milli tímabila.

Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar hf., að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. Fyrri spár hafi engan veginn staðist. Helstu ástæður séu verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði hafi verið umfram áætlanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK