„Þetta er skipulögð og þróuð árás“

Ásgeir Marteinsson forstjóri HS Orku.
Ásgeir Marteinsson forstjóri HS Orku. mbl.is/Golli

„Þetta snýst um greiðslur frá fyrirtækinu til aðila sem kemst inn í samskipti okkar við aðra aðila,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, í samtali við mbl.is.

Fyrir nokkrum vikum uppgötvaði starfsfólk HS Orku að erlendir tölvuþrjótar höfðu svikið verulegar fjárhæðir út úr fyrirtækinu. Málið er í rannsókn íslenskra og erlendra lögregluyfirvalda.

„Þetta er skipulögð og þróuð árás aðila sem svíkur út aðgang að samskiptum,“ útskýrir Ásgeir en vill ekki útskýra nánar hvernig fjársvikin fóru fram. Þá vildi hann ekki staðfesta það sem kemur fram í Fréttablaðinu eða á RÚV að fjárhæðin næmi á fjórða hundrað milljónum króna.

„Ég get staðfest það sem kemur fram á heimasíðu HS Orku en get ekki sagt meira. Þetta er lögreglumál og ég get ekki gefið neitt upp,“ bætir hann við.

Höfðu strax samband við lögreglu

Það eru nokkrar vikur síðan svikin uppgötvuðust og starfsfólk HS Orku hafði „samstundis“ samband við lögregluyfirvöld. Fyr­ir­tækið vinnur nú að því með ís­lensk­um og er­lend­um lög­reglu­yf­ir­völd­um að end­ur­heimta fjár­mun­ina og von­ir bundnar við að hægt verði að end­ur­heimta fjárhæðina að veru­legu leyti.

Málið mun ekki hafa áhrif á viðskipta­vini, rekst­ur eða sam­bönd við birgja fé­lagsins, segir í yfirlýsingu HS Orku.

Í lok síðasta árs var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs sem forstjóra HS Orku. Spurður hvort málið hafi haft áhrif á að það samkomulag náðist segir hann:

„Ég lít ekki svo á. Það var skipt um eigendur í vor og ég sagði þegar það varð ljóst að það væri í eðlilegu framhaldi af nýju eignarhaldi á félaginu að nýir eigendur gætu skipað stjórnendur.“

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að málið sé á algjöru frumstigi og því geti hann ekki tjáð sig eins og er. Þá segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari að málið sé til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild embættisins en hann geti ekki tjáð sig um málið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK