Olíuverð rýkur upp

AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað mikið í viðskiptum í nótt eftir að árás var gerð á tvö olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina. Vegna árásarinnar mun draga verulega úr olíuframleiðslu í landinu. Verð á Brent-olíu hækkaði um 12 bandaríkjadali tunnan sem er það mesta, í dölum talið, frá því framvirk viðskipti hófust með Brent árið 1988. Þetta er tæplega 20% hækkun en verð á WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) hækkaði um rúma 8 bandaríkjadali eða 15%.

Verð á Brent og WTI lækkaði síðan aftur en hækkunin er engu að síður um 10% um klukkan 6 að íslenskum tíma. 

Árásin í Sádi-Arabíu var gerð af uppreisnarsveitum Húta, sem njóta stuðnings klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran, í nágrannaríkinu Jemen en hersveitir undir forystu Sádi-Araba hafa gert ítrekaðar árásir á Jemen undanfarin fimm ár til stuðnings við stjórnvöld í Jemen.

Olíufyrirtækið Aramco, sem er í eigu sádiarabíska ríkisins, leggur allt kapp á að koma framleiðslu aftur í gang á framleiðslusvæðum fyrirtækisins sem urðu fyrir drónaárásunum á laugardag. Þarf fyrirtækið tímabundið að leggja niður helming framleiðslu sinnar, sem er um 5% af heildarolíuframleiðslu heimsins, vegna árásanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti heimilaði í gær að gengið yrði á varabirgðir Bandaríkjanna af olíu vegna stöðunnar sem upp væri komin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK