Hefur kennt 700 nýsköpun

Jóhann P. Malmquist.
Jóhann P. Malmquist. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú vita allir hvað tölvunarfræði er en þegar ég var í doktorsnáminu gafst pabbi upp á að útskýra hvað ég væri að læra því það skildi hann enginn,“ segir Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en í dag fer fram ráðstefna honum til heiðurs í hátíðarsal aðalbyggingar skólans. Jóhann er sjötugur í ár og lætur af störfum í haust.

Aðspurður segist Jóhann þó alls ekki vera að láta af störfum. „Ég er að detta af launaskrá, en ég hætti ekki að vinna,“ segir hann og brosir. Bæði kveðst hann munu sinna stjórnarstörfum í tveimur sprotafyrirtækjum sem hann á hlut í, auk þess að kenna áfram nýsköpunarnámskeiðið sem hann hefur kennt síðastliðin 30 ár sem ber heitið „Frá hugmynd að veruleika“.

„Það hafa hátt í 700 manns farið í þetta frumkvöðlanám hjá mér. Í staðinn fyrir að skrifa eitthvað og gefa út hafði ég meiri áhuga á að búa til eitthvað sem væri hægt að nota. Þegar ég byrjaði með þetta námskeið þá var svo mikil þörf í samfélaginu fyrir að nota þessa nýju tækni. Ég er mjög stoltur af að hafa tekið þátt í að byggja þetta upp og sömuleiðis að hafa tekið þátt í að byggja upp þennan iðnað á Íslandi.“

Spurður um nemendur sem hafa náð langt á sprotasviðinu, nefnir Jóhann, forstjóra tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem dæmi. „Hilmar Veigar Pétursson var í frumkvöðlanámskeiðinu hjá mér árið 1997, sama ár og CCP var stofnað.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Jóhann P. Malmquist.
Jóhann P. Malmquist. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK