Stórt skref tekið hjá Teatime

Þorsteinn Baldur Friðriksson forstjóri Teatime Games.
Þorsteinn Baldur Friðriksson forstjóri Teatime Games. mbl.is/Árni Sæberg

„Við viljum vera brautryðjendur í því að blanda saman símatölvuleikjum og vídeósamskiptum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Teatime Games, sem gaf út leikinn One Word í dag og er leikurinn nú aðgengilegur á App Store og Google Play.

Leiknum má lýsa sem nokkurs konar smærri útgáfu af skrafli og var hann forritaður af leikjastúdíói sem Teatime vinnur með. Leikurinn er einfaldur í spilun þar sem samskipti eru sett í forgang. Hann er hluti af vinnu fyrirtækisins sem snýst að mestu leyti um að hanna nýja tækni, „Teatime Live“, fyrir önnur leikjafyrirtæki til þess að byggja ofan á og búa til hvaða leik sem er en fyrirtækið er m.a. í samstarfi við leikjafyrirtæki í Úkraínu, Japan og á Spáni.

„Okkar kenning er sú að þessi tækni muni gera leiki betri af því að þú bætir við samskiptum fólks,“ segir Þorsteinn og bendir á að samskiptahluti virðiskeðju tölvuleikja hafi ekki skilað sér í símatölvuleiki til þessa. Því sé mikilvægt að bæta úr á tímum snjallsíma þar sem rannsóknir sýna að sífellt fleiri þjást af einmanaleika.

Býr til fullt af möguleikum

„Við erum ekki að reyna að búa bara til okkar eigin leiki heldur höfum við verið að einblína á þessa tækni. Þetta er stórt skref fyrir okkur því að þetta er fyrsti leikurinn sem er gerður með þessari tækni sem við forritum ekki sjálfir,“ segir Þorsteinn en áður hefur fyrirtækið gefið út leikinn Hyperspeed.

„Þessi tækni okkar býr til fullt af möguleikum. Hún er ansi einstök núna, en hvort við höldum áfram að vinna með nokkrum sérvöldum fyrirtækjum eða opnum frekar á tæknina og vinnum eftir einhverju þóknanamódeli er ennþá óráðið. Það sem við höfum verið að einbeita okkur að núna er hreinlega að sjá hvort heimurinn sé tilbúinn í þetta.“

Teatime var stofnað árið 2017 af eig­end­um og lyk­il­stjórn­end­um Plain Vanilla, sem hannaði leik­inn QuizUp. Á meðal eig­enda Teatime er stofn­andi Skype sam­skipta­for­rits­ins, Niklas Zennström, en Atomico-fjár­fest­inga­sjóður­inn sem hann stýr­ir eru fjár­fest­ar í Supercell, finnska leikja­fyr­ir­tæk­inu sem gef­ur út leik­inn Clash of Cl­ans auk fjölda annarra vin­sæla leikja fyr­ir farsíma.

Teatime var stofnað árið 2017 af eigendum og lykilstjórnendum Plain …
Teatime var stofnað árið 2017 af eigendum og lykilstjórnendum Plain Vanilla, sem hannaði leikinn QuizUp. Á meðal eigenda Teatime er stofnandi Skype samskiptaforritsins, Niklas Zennström. Ljósmynd/Aðsend

Söfnuðu millj­arði inn­an við 12 mánuðum eft­ir stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins

Áður höfðu ýms­ir sjóðir og ein­stak­ling­ar, þar á meðal Davíð Helga­son stofn­andi Unity, Dav­id Waller­stein for­stjóri Tencent í Banda­ríkj­un­um og breski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Index Vent­ur­es fjár­fest í Teatime. Index var á meðal fjár­festa í Face­book, Trello og í King fram­leiðanda Can­dy Crush og er stór hlut­hafi í bæði Drop­box og Slack. 

Teatime safnaði tæpum milljarði íslenskra króna í hlutafé innan við tólf mánuðum eftir að fyrirtækið var stofnað og hefur ný­verið safnað viðbótar­fjármagni frá nú­ver­andi fjár­fest­um.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK