Kristleifur í framkvæmdastjórn Össurar

Kristleifur hefur tekið við sem þróunarstjóri Össurar og sest hann …
Kristleifur hefur tekið við sem þróunarstjóri Össurar og sest hann jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dr. Kristleifur Kristjánsson hefur verið ráðinn sem nýr þróunarstjóri Össurar, en hann tekur við starfinu af Kim de Roy, sem hefur leitt starfið síðustu tvö árin. Kristleifur mun auk þess setjast í framkvæmdastjórastól Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.

Kristleifur hóf fyrst störf hjá Össuri fyrir fimm árum, en hann er með læknaleyfi á Íslandi síðan árið 1993 og lauk námi sem barnalæknir frá Medical College of Georgia í Bandaríkjunum.

Hann hefur áður gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá deCODE frá árinu 1995 til 2012 og verið í ráðgefandi hlutverki hjá Landspítalanum frá árinu 1998. Þá er hann einnig stofnandi og stjórnarformaður Skræðu ehf., en fyrirtækið stendur að baki PMO-sjúkraskráningarkerfinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK