Metfjöldi nýtti bótaréttinn ytra

Vinnumálastofnun gaf í fyrra út ríflega 1.400 leyfi til að fara í atvinnuleit erlendis og fá atvinnuleysisbætur greiddar frá Íslandi á meðan.

Það er um 50% aukning frá fyrra metári sem var kreppuárið 2009.

Þær upplýsingar fengust frá Vinnumálastofnun að um 950 af 1.427 slíkum leyfum í fyrra, svonefndum U2-leyfum, hafi verið gefin út til Póllands. Hins vegar liggur ekki fyrir tölfræði um þjóðerni umsækjenda um leyfin.

Ekki aukning hjá EURES

Hins vegar hefur ekki orðið marktæk fjölgun á umsóknum hjá EURES, samstarfsvettvangi opinberra vinnumiðlana á EES-svæðinu.

Vinnumálastofnun hefur gefið út U2-leyfin frá 1994 eða frá inngöngu Íslands á EES-svæðið.

Hilmar Garðar Hjaltason starfar við ráðningar hjá Capacent.

Hann segir hafa dregið úr framboði starfa, ekki síst framboði á framlínustörfum í verslun.

„Það er hins vegar stöðugleiki í stjórnendaráðningum. Þar finnum við ekki fyrir samdrætti. Beiðnum um starfsfólk hefur ekki fækkað. Þó eru fleiri að sækja um störf en áður,“ segir Hilmar Garðar.

Staðan sé svipuð hjá háskólamenntuðum sérfræðingum nema hvað aðeins hafi dregið úr eftirspurninni að undanförnu.

Margfalt fleiri umsóknir

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir 170-230 umsóknir berast nú um sérfræðingastörf en fyrir tveimur árum þótti gott að fá 40 umsóknir en nánar er fjallað um þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK