Atlanta landar 40 ma. samningi

Atlanta leigir breiðþotur af gerðinni Boeing 777-300 af flugvélaleigufyrirtækinu GECAS.
Atlanta leigir breiðþotur af gerðinni Boeing 777-300 af flugvélaleigufyrirtækinu GECAS.

Flugfélagið Atlanta ehf. (e. Air Atlanta Icelandic) er að ganga frá nýjum samningi við Saudi Arabian Airlines um blautleigu og áætlunarflug til þriggja ára. Samningurinn er metinn á u.þ.b. 40 milljarða króna. Viðskiptasamband félaganna tveggja nær aldarfjórðung aftur í tímann.

Samhliða hinum nýja samningi hefur Atlanta náð samkomulagi við flugvélaleigufyrirtækið GECAS, sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, um langtímaleigu á fimm notuðum breiðþotum af gerðinni Boeing 777-300 og Airbus A330-200. Í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Flugfélagsins Atlanta, að samningurinn feli í sér mikil tímamót fyrir félagið, ekki aðeins vegna umfangs hans heldur einnig af því að nú taki Atlanta stórt skref í þróun félagsins með innleiðingu fyrrnefndra flugvélategunda.

„Floti félagsins hefur að uppistöðu til verið settur saman af Boeing 747-400 breiðþotum sem eru komnar til ára sinna. Þær munu jafnt og þétt hverfa úr flotanum á komandi árum og nýjar hagkvæmari vélar, tveggja hreyfla í stað fjögurra hreyfla, taka við hlutverki þeirra.“

Langir samningar

Athygli vekur að samningurinn við Saudi Arabian Airlines er til tveggja til þriggja ára, mislangur eftir því hvaða flugvélar eiga í hlut innan samningsins. Flestir svokallaðir blautleigusamningar (e. wet leasing) eru hins vegar til lengri tíma en eins árs í senn. Þeir fela í sér að Atlanta útvegar til þjónustu við viðskiptavin sinn vélar ásamt áhöfn og heldur utan um rekstur og viðhald vélanna að öllu leyti. Hinir löngu samningar sem hér er um að ræða geri Air Atlanta hins vegar betur kleift að taka inn í flota sinn dýrar vélar af fyrrnefndum tegundum en Baldvin segir að þær opni nýja möguleika fyrir fyrirtækið, m.a. inn á Evrópu- og Asíumarkað. Fyrstu vélarnar komast í hendur Atlanta í maí næstkomandi og verða þær af Airbus 330 gerð. Í júní fær félagið svo í hendur fyrstu Boeing 777 þotuna sem er risavaxin á alla mælikvarða.

Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta.
Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta. Eggert Jóhannesson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK