Hefur áhrif á 490 flug Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flugáætlun Icelandair gerði ráð fyrir 490 flugum milli Íslands og Bandaríkjanna á því 30 daga tímabili sem ferðabann mun gilda, en Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um ferðabannið í gær og tekur það gildi á miðnætti á morgun.

Samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar er búist við að ferðabannið muni hafa umtalsverð áhrif á flugáætlunina á tímabilinu og muni leiða til frekari niðurfellingar á flugi, en áður hafði félagið tilkynnt um að fella niður 80 flug í mars og apríl og bætti svo við síðar og sagði að fleiri flug myndu falla niður.

Félagið segir að áhrif af útbreiðslu kórónuveirunnar séu enn óljós, en að þau verði metin eftir því hvernig staðan þróist. Þá er bent á að félagið hafi átt 301,6 milljónir dali í laust fé við árslok 2019 og að það sé svipað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK